„Við sjáum að rigningarnar undanfarið hafa óneitanlega haft áhrif á sölu á ákveðnum vöruflokkum eins og til dæmis viðarvörn, sláttuvélum og garðverkfærum. Einnig hefur veðrið áhrif á sölu á sumarblómum,“ segir Árni Stefánsson forstjóri…
Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar segir veðrið breyta sölu hjá félaginu yfir sumarið.
Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar segir veðrið breyta sölu hjá félaginu yfir sumarið. — Morgunblaðið/Hari

„Við sjáum að rigningarnar undanfarið hafa óneitanlega haft áhrif á sölu á ákveðnum vöruflokkum eins og til dæmis viðarvörn, sláttuvélum og garðverkfærum. Einnig hefur veðrið áhrif á sölu á sumarblómum,“ segir Árni Stefánsson forstjóri Húsasmiðjunnar í samtali við ViðskiptaMoggann spurður hvernig sumarið hafi gengið og hvort veðrið hafi áhrif á sölu félagsins á sumartengdum vörum.

„Aftur á móti fór sumarið vel af stað og maímánuður var sterkur. Við höfum líka notið þess að hafa endurskipulagt Blómaval í Skútuvogi í fyrra og tekið búðina í gegn, en við erum með margar nýjar vörur og vöruflokka þar sem hafa unnið upp á móti. Við höfum verið að selja meira í þeirri verslun,“ segir hann.

Árni segir sölu vara á borð við viðarvörn mjög háða veðri enda þurfi helst að vera þurrt í nokkra daga til þess að bera vörnina á palla.

„Það er gott að hafa ekki öll eggin í sömu körfu því það er til dæmis aukning í sölu á innimálningu, það

...