Gerir Kína ekki kröfur til yfirráða yfir Kínahafi langt umfram heimildir í alþjóðalögum? Kemur Kína ekki í veg fyrir að þjóðir heims viðurkenni sjálfstæði Taívans?
Jón Sigurgeirsson
Jón Sigurgeirsson

Jón Sigurgeirsson

Þegar ég var ungur trúðu margir að Kína væri fyrirmyndarríki. Það var áður en við fréttum af afleiðingum stóra stökksins til framfara sem kostaði mikinn fjölda lífið.

Sendiherra Kína hefur birt greinar hér á Morgunblaðinu og mærir opnun og friðsemd Kína. Þar sem þetta er allt annað en vestræn blöð segja frá finn ég mig knúinn til að benda á þau atriði sem þeim og sendiherranum ber í milli.

Okkur er sagt að Kínverjar hafi lagt undir sig Tíbet og flutt inn þangað mikinn fjölda af Kínverjum. Æðsti klerkur Tíbeta, Dalai Lama, hafi flúið land. Þá segja vestrænar fréttir að Kínverjar geri kröfu til yfirráða yfir fyrrverandi nýlendu sinni á Taívan og geri einnig kröfu til yfirráða yfir miklum hluta Kínahafsins langt út fyrir þau mörk sem hafréttarsáttmálinn leyfi. Þeir gangi þannig á

...