Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir opnuðu Landnámssetrið Borgarnesi árið 2006 í samstarfi við Borgarbyggð.
Hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir opnuðu Landnámssetrið Borgarnesi árið 2006 í samstarfi við Borgarbyggð. — Morgunblaðið/Eggert

Tap Landnámssetursins í Borgarnesi nam í fyrra um 6,3 milljónum króna, samanborið við hagnað upp á um 6,2 milljónir króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára var þannig neikvæður um rúmar 12 milljónir króna.

Tekjur setursins hækkuðu þó um tæpar 20 milljónir króna á milli ára og námu rúmlega 253 milljónum króna. Rekstrarkostnaður jókst um rúmar 33 milljónir króna á milli ára og nam rúmlega 254 milljónum króna. Þar munaði mestu um aukinn launakostnað sem jókst um 17 milljónir króna. Eigið fé var 30,5 milljónir króna í lok síðasta árs.

Tekjur Landnámssetursins voru þó nokkuð lægri í fyrra en þær voru á árunum fyrir heimsfaraldur. Tekjur námu tæplega 290 milljónum króna árin 2017 og 2018 og rúmlega 250 milljónum króna árið 2019.

Eigendur Landnámssetursins eru hjónin Kjartan Ragnarsson og

...