Bandaríski leikarinn Josh Hartnett ræddi nýverið við The Guardian um þá ákvörðun sína að yfirgefa Hollywood á hátindi ferils síns. Frægðina öðlaðist hann fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Pearl Harbor (2001), Black Hawk Down (2001) og 40 Days…
Josh Hartnett
Josh Hartnett

Bandaríski leikarinn Josh Hartnett ræddi nýverið við The Guardian um þá ákvörðun sína að yfirgefa Hollywood á hátindi ferils síns. Frægðina öðlaðist hann fyrir frammistöðu sína í kvikmyndunum Pearl Harbor (2001), Black Hawk Down (2001) og 40 Days and 40 Nights (2002). Í framhaldinu flutti hann heim til Montana og tók sér 18 mánaða hlé frá kvikmyndaleik. Á þeim tíma hafnaði hann í tvígang tilboði um að leika Superman. Hartnett segist ekki aðeins hafa viljað leika í öðrum gerðum mynda en fram að því heldur fannst honum kvikmyndabransinn vera að gleypa sig. „Ég vildi ekki að vinnan yfirtæki líf mitt,“ segir Hartnett. Hann upplýsir einnig að frægðinni hafi fylgt sá annmarki að ókunnugt fólk hafi fengið hann á heilann. Rifjar hann upp atvik þar sem ókunnugur maður vopnaður byssu hafi leitað hann uppi með fullyrðingum um að hann væri

...