”  „ég er ungur í dag og vil njóta þess að vera ungur og fá sem mest útborgað“

Fjármál

Atli Hrafn Andrason

Sérfræðingur í Eignastýringu fagfjárfesta Arion banka.

Viðbótarlífeyrissparnaður og ég eigum það sameiginlegt að fagna 25 ára afmæli á árinu. Á þeim tíma höfum við vaxið og dafnað. Viðbótarlífeyrissparnaður er séreign, sparnaður sem er sérgreind eign sjóðfélagans og er því mikilvæg viðbót við skyldulífeyrissparnað okkar. Óhætt er að segja að viðbótarlífeyrissparnaður hefur þróast með tímanum og fest sig í sessi sem ein skilvirkasta lausnin til að ná fjárhagslegum markmiðum okkar fyrir framtíðina. Í dag greiða um það bil 70% af starfandi fólki í viðbótarlífeyrissparnað sem er vissulega hátt hlutfall en ætti þó með réttu að vera enn hærra.

Viðbótarlífeyrissparnaður er ekki bara góð lausn sem reglubundinn sparnaður heldur

...