Skip Allt að 4.500 farþegar koma til bæjarins á stærstu dögunum.
Skip Allt að 4.500 farþegar koma til bæjarins á stærstu dögunum. — Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson

Alls koma 77 skemmtiferðaskip til Grundarfjarðar í sumar og hefur skemmtiferðaskipum fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2020. Í fyrra komu t.a.m. 62 skip og er útlit fyrir að enn fleiri skip komi til Grundarfjarðar næsta sumar, þar sem 84 skip hafa boðað komu sína.

Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar segir allt að þrjú skip geta lagt að bryggju í einu, einn kanturinn er 135 metra langur með 10 metra dýpi á fjöru. „Við höfum tekið upp að honum 205 metra skip, þá stendur hann aftur af og fram af,“ segir Hafsteinn. Í höfninni er síðan annar kantur sem er 190 metrar með sex og hálfs metra dýpi.

Allt að 4.500 farþegar koma til Grundarfjarðar á stærstu dögunum og segir Hafsteinn það vera hámarkið. „Við viljum ekki vera að hrúga alveg hreint inn þannig að farþegarnir fái enga upplifun,“ segir Hafsteinn.

...