Skýfall sem var sérlega tímabært

Þegar yfirvöld í þeirri miklu og söguríku borg París, sem sjálfur Napóleon mikli setti svip sinn á, svo muna mætti, og fleiri miklir komu að þeirri sögu, réðust í að halda leika var ætlunin – og Macron forseti taldi það sjálfgefið – að vera í „mikla hópnum“, sem ætlaði sér „að gera betur en vel“, en þeim brá við, þegar ljóst varð að þau höfðu „gert verr en illa“.

Macron mikli taldi, að þótt Frakkar ættu meira og betra skilið, fengju þeir örugglega ekki aðra aðkomu til að sjá um Ólympíuleika en einmitt í þetta sinn á þessari öld, og hlytu því að verja til þess verkefnis fúlgum fjár, og það þótt fjárhagur alríkisins sé með allra versta móti um þessar mundir. Það er auðvitað afleitt, en eru það þó fjarri því að vera einu vandræðin sem herja á Macron forseta um þessar mundir. En hann er metnaðarfullur fyrir hönd frönsku þjóðarinnar, og ekki síður

...