Ísraelsher gerði loftárás á eitt skotmark í Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær í hefndarskyni fyrir eldflaugaárásina á bæinn Majdal Shams á Gólan-hæðum um helgina, sem felldi tólf börn. Sagði herinn í yfirlýsingu sinni að árásin hefði beinst að þeim…
Yoav Gallant
Yoav Gallant

Ísraelsher gerði loftárás á eitt skotmark í Beirút, höfuðborg Líbanon, í gær í hefndarskyni fyrir eldflaugaárásina á bæinn Majdal Shams á Gólan-hæðum um helgina, sem felldi tólf börn. Sagði herinn í yfirlýsingu sinni að árásin hefði beinst að þeim foringja hryðjuverkasamtakanna Hisbollah sem bar ábyrgð á eldflaugaárásinni.

Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði eftir loftárás Ísraelshers að Hisbollah-samtökin hefðu „farið yfir rauða strikið“ með árásinni um helgina, en ísraelsmenn höfðu heitið því að henni yrði svarað af fullum krafti.

Heimildarmaður frönsku AFP-fréttastofunnar innan Hisbollah-samtakanna sagði að háttsettur liðsforingi hefði verið skotmarkið í loftárásinni, en hún var mjög nálægt aðsetri æðstaráðs samtakanna.

Hafði AFP einnig eftir sama

...