50 ára Nanna Dóra fæddist í Nesjum og ólst upp í Akurnesi í Hornafirði. „Við erum níu systkinin og því var nóg af leikfélögum,“ segir hún en bætir við að þau hafi líka ung farið að hjálpa til við sveitastörfin eins og lög gera ráð fyrir. Nanna Dóra gekk í Nesjaskóla og Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu. Svo fór hún í Bændaskólann á Hvanneyri og síðan í Kennaraháskólann og er í dag grunnskólakennari í Grunnskóla Hornafjarðar og býr á Höfn. Helstu áhugamál Nönnu Dóru eru samverustundir með fjölskyldunni, sveitastörf, útivist og hreyfing. Svo hefur hún líka gaman af því að prjóna.

Fjölskylda Eiginmaður Grétar Már Þorkelsson, f. 1973, lögreglumaður á Höfn. Börn þeirra eru: 1) Þorkell Ragnar, f. 1997, í tónlistarnámi í Ósló, kærasta hans er Björg Catherine Blöndal. 2) Ingunn Ósk, f. 2002, nemi í

...