Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Hlátur er stysta leiðin á milli fólks, stendur á segli sem samstarfskona gaf mér fyrir löngu. Skilaboðin hef ég fyrir augunum í eldhúsinu. Þau eru holl áminning um einföld sannindi. Hláturinn tengir okkur við annað fólk en líka við kjarnann í okkur sjálfum. Við borgum listafólki og uppistöndurum fyrir að koma okkur til að hlæja og þegar vel tekst til hlær salurinn eins og einn maður.

Í þessu ljósi er nær óskiljanlegt að það ógni mönnum þegar konur hlæja upphátt og á almannafæri. Hvað er svona hættulegt við það? Nýjasta dæmið um þennan fáránleika er viðbrögð Repúblikana í Bandaríkjunum við þeirri staðreynd að Kamala Harris er hláturmild kona. Harris hlær oft og innilega. Það er henni greinilega eðlislægt og það er smitandi.

Kvenfrelsisbaráttan hefur öðru fremur snúist um að konur og minnihlutahópar fái sinn réttmæta sess í hinu opinbera rými samfélagsins;

...

Höfundur: Þórunn Sveinbjarnardóttir