Ellert Arnarson tekur við starfi fjármálastjóra Amaroq Minerals í næstu viku. Hann sinnti áður ráðgjöf gagnvart félaginu í starfi sínu sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Ellert Arnarson tekur við starfi fjármálastjóra Amaroq Minerals í næstu viku. Hann sinnti áður ráðgjöf gagnvart félaginu í starfi sínu sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ellert tekur nú um mánaðamótin við starfi fjármálastjóra auðlindafélagsins Amaroq Minerals, eftir að hafa starfað sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans sl. tvö ár. Amaroq er sem kunngt er skráð á hlutabréfamarkað í Toronto og London og í íslensku kauphöllinni. Það verður því í nægu að snúast í nýju starfi. Helsta eign félagsins er Nalunaq-gullnáman á Suður-Grænlandi, en félagið er einnig með rannsóknarleyfi á tæplega 10 þúsund ferkílómetra landsvæði á Suður-Grænlandi þar sem leitað er að verðmætum málmum í vinnanlegu magni.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Fram undan eru stórir áfangar hjá Amaroq, en helst ber að nefna að í haust áætlar félagið að hefja vinnslu á gulli úr Nalunaq-námunni sem staðsett er á Suður-Grænlandi. Áherslan verður á að koma vinnslunni þar af stað og á sama tíma er verið að rannsaka og

...