Sigrún Ólafsdóttir fæddist 30. janúar 1945 á Hverfisgötu 6a í Hafnarfirði. Hún lést 26. júlí 2024 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.

Sigrún var yngsta barn þeirra Ólafs Þorsteinssonar, f. 1910, d. 1984, og Ingigerðar Guðmundsdóttur, f. 1917, d. 1951, en þau áttu fyrir tvo drengi, Óskar, f. 1938, d. 2012, og Baldur, f. 1942.

Þegar Sigrún var sex ára missti hún móður sína og var hún þá tekin í fóstur af ömmubróður sínum Þorbirni Sigurðssyni og konu hans Bjarnþrúði Magnúsdóttur, en þau áttu fyrir þrjú börn, Magnús, Vigdísi og Sólveigu Margréti. Þau hjónin reyndust Sigrúnu sannir foreldrar og var afar kært með þeim.

Sigrún giftist Stefáni Grími Olgeirssyni árið 1964, og átti með honum tvö börn, Ingigerði, f. 1963, og Karl Víking, f. 1964. Sigrún og Stefán slitu samvistir. Ingigerður er

...