Árið 2023 höfðu 43,5% landsmanna á aldrinum 25-34 ára háskólamenntun, þar af 31% karla og 57,5% kvenna. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands birti í vikunni vegna síðasta árs og byggjast á vinnumarkaðsrannsókn stofnunarinnar
Menntun Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Menntun Áslaug Arna er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. — Morgunblaðið/Hari

Andrea Sigurðardóttir

andrea@mbl.is

Árið 2023 höfðu 43,5% landsmanna á aldrinum 25-34 ára háskólamenntun, þar af 31% karla og 57,5% kvenna. Þetta kemur fram í gögnum sem Hagstofa Íslands birti í vikunni vegna síðasta árs og byggjast á vinnumarkaðsrannsókn stofnunarinnar.

Mikill munur er á menntunarstigi ungs fólks eftir kyni og búsetu. Þannig hafði aðeins fimmti hver karlmaður í aldurshópnum sem búsettur er á landsbyggðinni háskólamenntun, samanborið við hátt í tvær af hverjum þremur konum á sama aldri á höfuðborgarsvæðinu.

Úrtak rannsóknarinnar er of lítið til að greina þróun eftir uppruna, en það kann að hafa áhrif að töluvert er um ómenntaða karlmenn sem koma til landsins og vinna störf úti á landi til skamms tíma. Það getur þó ekki skýrt muninn nema að hluta.

...