Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í 51. sæti af 56 keppendum í þríþraut á Ólympíuleikunum í miðborg Parísar í gær en Edda þreytti þar frumraun sína á Ólympíuleikum. Í þríþraut eru syntir 1.500 metrar og hjólaðir 40 kílómetrar áður en keppni lýkur með 10 kílómetra hlaupi
Lokasprettur Tíu kílómetra hlaupið var erfitt fyrir Guðlaugu Eddu eftir að hún meiddist á hjólasprettinum en hún fór alla leið og endaði í 51. sæti af 56 sem hófu þríþrautina.
Lokasprettur Tíu kílómetra hlaupið var erfitt fyrir Guðlaugu Eddu eftir að hún meiddist á hjólasprettinum en hún fór alla leið og endaði í 51. sæti af 56 sem hófu þríþrautina. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Í París

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í 51. sæti af 56 keppendum í þríþraut á Ólympíuleikunum í miðborg Parísar í gær en Edda þreytti þar frumraun sína á Ólympíuleikum.

Í þríþraut eru syntir 1.500 metrar og hjólaðir 40 kílómetrar áður en keppni lýkur með 10 kílómetra hlaupi. Keppnin fór ekki eins og Eddu hafði dreymt um, því hún kom síðust í mark af 51 keppanda sem lauk keppni eftir að hún féll af hjóli sínu um miðbik hjólakeppninnar.

Erfiður tímapunktur

„Ég er oftast mjög góð tæknilega en ég var óheppin með hvernig ég var í hópnum. Ég var að taka beygju og það voru hvítar gangbrautarstrípur á veginum og ég lenti akkúrat á strípunni í beygjunni. Við

...