ná tali af e-m – ekki „á“ e-m – merkir að fá færi á að tala við e-n. Þegar það er fengið hefur maður tal af honum: talar við hann

ná tali af e-m – ekki „á“ e-m – merkir að fá færi á að tala við e-n. Þegar það er fengið hefur maður tal af honum: talar við hann. „Það var slík mannmergð á svæðinu að ég hélt mér tækist aldrei að ná tali af honum. Þegar ég komst loksins til hans og ætlaði að hafa tal af honum reyndist hann bara tala swahili.“