Tíminn líður öðruvísi þegar maður er í París að vinna við að skrifa um Ólympíuleikana. Hver dagur er stórskemmtilegt maraþon sem er búið áður en maður áttar sig á. Þessi bakvörður er skrifaður á blaðamannasvæðinu þar sem Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut í gær

Jóhann Ingi

Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Tíminn líður öðruvísi þegar maður er í París að vinna við að skrifa um Ólympíuleikana. Hver dagur er stórskemmtilegt maraþon sem er búið áður en maður áttar sig á.

Þessi bakvörður er skrifaður á blaðamannasvæðinu þar sem Guðlaug Edda Hannesdóttir keppti í þríþraut í gær.

Rétt eins og Edda vaknaði bakvörður dagsins klukkan 4 til að koma sér í stellingar. Það þurfti hann að gera eftir að hafa fylgt Antoni Sveini McKee fram á kvöld í sundhöllinni kvöldið áður. Tveir kaffibollar dugðu til að lifa svefnleysið af.

Það er magnað að fá að fylgja okkar fremsta íþróttafólki í gegnum stærstu stundir ferilsins. Anton var með tárin í augunum í viðtali eftir síðasta sundið á Ólympíuleikunum á þriðjudagskvöld. Þvílík forréttindi að fá að ræða við einn besta

...