Hann var listamaður fram í fingurgóma og í öllu sínu viðmóti, hreyfingum, svipbrigðum og brosi. Allar þær tilfinningar, sem hann túlkaði, frá ást til haturs, voru ósviknar og listrænar.
Tenór Rússneski tenórinn Lemeshev í hlutverki sínu sem Lenskí í óperunni Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj sem samin er við ljóðasögu eftir Púshkin.
Tenór Rússneski tenórinn Lemeshev í hlutverki sínu sem Lenskí í óperunni Évgení Onegin eftir Tsjaíkovskíj sem samin er við ljóðasögu eftir Púshkin. — Ljósmynd/Fjodor Filonov, Wikimedia

AF Tónlist

Magnús Lyngdal Magnússon

Það er stundum sagt að Arturo Toscanini hafi talið sitt helsta afrek á löngum ferli að hafa útrýmt söngstíl 19. aldar; söngstíl sem einkenndist af „portamentói“ (tilhneigingu til að renna sér á milli tóna), ekka, tilgerð og kannski falsettu. Gamli maðurinn á endrum og sinnum að hafa dregið fram hljóðritun af aríu Alfredos, „De' miei bollenti spiriti“, úr öðrum þætti La traviata með ítalska tenórsöngvaranum Fernando de Lucia, og sagt að svona ætti ekki að syngja. Í staðinn kynnti hann til sögunnar söngvara á borð við Jan Peerce sem telst vart spennandi í dag – að minnsta kosti ef dæma má af hljóðritunum. Í Sovétríkjunum eimdi hins vegar eftir af ekka þeirra ítölsku, eins og stundum er sagt, og það vel fram yfir miðja 20. öld.

Átti að

...