Danski metsöluhöfundurinn Jussi Adler-Olsen sendi nýverið frá sér sína tíundu og síðustu glæpasögu í bókaseríunni um Deild Q, Sjö fermetrar með lás. Bókin, sem Jón St. Kristjánsson þýddi á íslensku, segir frá lögreglumanninum Carl Mørck og rannsókn hans á undirheimum dansks samfélags
Kveðjustund „Ég vona að mér hafi tekist að vekja lesendur til umhugsunar með bókunum,“ segir Adler-Olsen.
Kveðjustund „Ég vona að mér hafi tekist að vekja lesendur til umhugsunar með bókunum,“ segir Adler-Olsen. — Ljósmynd/Pia Christensen

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Danski metsöluhöfundurinn Jussi Adler-Olsen sendi nýverið frá sér sína tíundu og síðustu glæpasögu í bókaseríunni um Deild Q, Sjö fermetrar með lás. Bókin, sem Jón St. Kristjánsson þýddi á íslensku, segir frá lögreglumanninum Carl Mørck og rannsókn hans á undirheimum dansks samfélags. Þegar sagan hefst er Mørck kominn öfugum megin við borðið og hefur verið handtekinn og settur í fangaklefa. Gömul mál eru dregin fram í dagsljósið og skyndilega er Mørck í bráðri hættu vegna vitneskjunnar sem hann býr yfir.

Morgunblaðið ræddi við Adler-Olsen um Sjö fermetra með lás, aðdráttarafl glæpasögunnar og ferðalag bókaseríunnar um Deild Q í gegnum árin.

Hver skaut af byssunni á Amager?

...