Nýlistasafnið Rás ★★★½· Sýnendur: Aki Onda, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hildur Elísa Jónsdóttir og Logi Leó Gunnarsson. Sýningarstjórar: Sunna Ástþórsdóttir og Þorsteinn Eyfjörð. Sýningin stendur til 4. ágúst og er opin frá miðvikudegi til sunnudags milli kl. 12 og 18.
Eitt æviár Verk Onda nefnist „2012“ og samanstendur af kassettum, en hann tók upp daglega í heilt ár. Í Nýlistasafninu hefur áhorfandinn ekki aðgang að hljóðupptökunum og þarf því að ímynda sér heiminn sem fyrir augu ber.
Eitt æviár Verk Onda nefnist „2012“ og samanstendur af kassettum, en hann tók upp daglega í heilt ár. Í Nýlistasafninu hefur áhorfandinn ekki aðgang að hljóðupptökunum og þarf því að ímynda sér heiminn sem fyrir augu ber. — Ljósmyndir/Hlynur Helgason

Myndlist

Hlynur

Helgason

Í Nýlistasafninu stendur nú yfir sýningin Rás þar sem fjórir listamenn koma saman og kanna tengsl myndlistar við heim hugmynda og hljóðs, fremur en við myndrænar forsendur. Listamenn sýningarinnar vinna verk sem eru ekki skilgreinanleg sem myndlist, heldur vinna á mörkum margra listgreina. Verkin á sýningunni eru með sterkar tengingar við Flúxus-hreyfinguna sem var virk í Evrópu og Ameríku á sjöunda áratug síðustu aldar. Sýningin á því vel heima í Nýlistasafninu, en hugmyndir Flúxus höfðu sterk áhrif á þá listamenn sem í upphafi stóðu að því að stofna safnið.

Þungamiðja sýningarinnar hverfist um japanska listamanninn Aki Onda. Hann hefur vakið athygli víða um heim fyrir gjörningaverk sín, sem byggjast á hljóðupptökum

...