Viðhorf til sjónvarpsgláps geta verið af ólíkum toga. Flestir líta niður á heilalaust Netflix-gláp en sitja þó sem fastast fyrir framan skjáinn öll kvöld. Guðbergur Bergsson var orðheppinn og líflegur rithöfundur sem má ekki gleymast
Viska Guðbergur hefur margt til síns máls.
Viska Guðbergur hefur margt til síns máls.

María Margrét Jóhannsdóttir

Viðhorf til sjónvarpsgláps geta verið af ólíkum toga. Flestir líta niður á heilalaust Netflix-gláp en sitja þó sem fastast fyrir framan skjáinn öll kvöld. Guðbergur Bergsson var orðheppinn og líflegur rithöfundur sem má ekki gleymast. Í bók hans, Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma, má finna ýmsa gullmola eins og til dæmis þegar Guðbergur minnist á hinn einnota gest sem hefur ekki upp á mikið að bjóða á andlega sviðinu í heimsóknum. „Flestir gera sér grein fyrir því að þeir endast varla meira en í eina og hálfa heimsókn og treysta sér ekki í fleiri, þess vegna sitja þeir öll kvöld heima yfir sjónvarpinu. Með því hefur jafnvel leiðinlegt og heimskt fólk komist að raun um takmörk sín og veit að það á aðeins skilið gláp á skjáinn,“ segir í bókinni. Hér er óhóflegt skjágláp talin refsing hinna

...