Jón Jens Kristjánsson kveður: Geirlaugur bóndi í Götu gaufar við ýmislegt bústang í fyrradag fékk hann sér Lödu frekar en kaupa sér Mustang. Helgi R. Einarsson sat fyrir framan sjónvarpið, fylgdist með Ólympíuleikunum og orti Gullið: Með heppni og…

Jón Jens Kristjánsson kveður:

Geirlaugur bóndi í Götu

gaufar við ýmislegt bústang

í fyrradag fékk hann sér Lödu

frekar en kaupa sér Mustang.

Helgi R. Einarsson sat fyrir framan sjónvarpið, fylgdist með Ólympíuleikunum og orti Gullið:

Með heppni og létta lund

á lífsins ögurstund

getur dugur,

djörfung, hugur

gefið gull í mund.

Magnúsi Stefánssyni datt þessi vísa í hug í júlílok:

Rennur Volvo heill í hlað.

Halla situr keik við stýrið.

Bærilega byrjar það

...