Forsetaembættinu fylgja ríkar skyldur við þjóðina

Í dag fara fram forsetaskipti, þegar Guðni Th. Jóhannesson, sem verið hefur forseti Íslands í átta ár, lætur af embætti, en með innsetningu á Alþingi tekur Halla Tómasdóttir við keflinu.

Forsetaembættið er ekki valdamikið. Það er fyrst og fremst táknræn virðingarstaða, þar sem ríkisvaldið – upprunnið frá þjóðinni – kemur saman í einu embætti, sem aftur lætur aðra framkvæma vald sitt og bera á því ábyrgð, líkt og kveðið er á um í stjórnarskrá um mörk og mótvægi valdsins.

Jafnframt er forseti þjóðhöfðingi, kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar gagnvart erlendum ríkjum og gegnir margvíslegum skyldum innanlands, bæði í gleði og sorgum.

Það er þó ekki svo að embættið sé fullkomlega valdalaust, eins og stundum (til allrar hamingju sjaldan) hefur reynt á. Þar er þó réttara að ræða

...