Körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur samið við uppeldisfélag sitt, Hött á Egilsstöðum, en hann snýr þangað aftur eftir þriggja ára fjarveru. Eysteinn hefur leikið með Álftanesi undanfarin tvö ár en einnig spilað með Keflavík og Stjörnunni á ferlinum

Körfuboltamaðurinn Eysteinn Bjarni Ævarsson hefur samið við uppeldisfélag sitt, Hött á Egilsstöðum, en hann snýr þangað aftur eftir þriggja ára fjarveru. Eysteinn hefur leikið með Álftanesi undanfarin tvö ár en einnig spilað með Keflavík og Stjörnunni á ferlinum. Hann er 29 ára framherji eða skotbakvörður sem styrkir Hattarliðið fyrir baráttuna í úrvalsdeildinni í vetur.

...