Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason og hljóðfæraleikarinn Eyþór Ingi Jónsson halda óskalagatónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20. „Vinirnir þrír vinna náið saman allt árið, oftast við erfiðar aðstæður en um verslunarmannahelgi á…
Þríeyki Ívar Helgason, Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson.
Þríeyki Ívar Helgason, Óskar Pétursson og Eyþór Ingi Jónsson. — Ljósmynd/Sindri Swan

Söngvararnir Óskar Pétursson og Ívar Helgason og hljóðfæraleikarinn Eyþór Ingi Jónsson halda óskalagatónleika í Akureyrarkirkju í kvöld kl. 20.

„Vinirnir þrír vinna náið saman allt árið, oftast við erfiðar aðstæður en um verslunarmannahelgi á hverju ári sleppa þeir sér aðeins og gera að gamni sínu um leið og þeir flytja óskalög tónleikagesta,“ segir í viðburðarkynningu. Þar kemur fram að tónleikagestir fá í hendur „mjög langan lagalista og hægt er að kalla upp þau lög sem tríóið á að flytja. Mikið líf og fjör hefur einkennt þessa tónleika í gegnum árin, en óskalagatónleikar hafa verið haldnir í Akureyrarkirkju með einum eða öðrum hætti í hátt í 20 ár.“

Þess má geta að húsið verður opnað kl. 19.15. Miðar eru seldir við innganginn.