Akureyri Aron Einar Gunnarsson var mættur í Hamar í gær.
Akureyri Aron Einar Gunnarsson var mættur í Hamar í gær. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu um árabil, samdi í gær til tveggja ára við uppeldisfélagið, Þór á Akureyri, sem hann lék með til ársins 2006 þegar hann fór í atvinnumennsku. Aron hefur verið frá vegna meiðsla síðan í nóvember en vonast til að geta spilað með Þór í 1. deildinni í ágúst og farið síðan utan í lán. Aron sagði á fréttamannafundi Þórs í gær að með því vonaðist hann til þess að geta leikið á ný með landsliði Íslands.