Viðtal Farið er um víðan völl í nýjasta þætti Dagmála.
Viðtal Farið er um víðan völl í nýjasta þætti Dagmála. — Morgunblaðið/Hallur Már

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra skilur vel af hverju nafnabreyting afbrotamanns kemur fólki spánskt fyrir sjónir.

Í nýjasta þætti Dagmála er hún spurð út í nafnabreytingu afbrotamannsins Mohamad Kourani, sem breytti nafninu sínu í Mohamad Th. Jóhannesson, og hvort hann sé að vanvirða þjóðina með því að taka upp eftirnafn þáverandi forseta hennar.

„Ég tel þetta afar óheppilegt, að viðkomandi hafi nýtt sér þessa frjálsu löggjöf sem við höfum hér á landi – fyrir borgara þessa lands – til þess að breyta nafni sínu. Ég skil það mjög vel að fólki komi þetta spánskt fyrir sjónir og vitaskuld finnst manni eins og það sé verið að gera gys að þjóðinni þegar einhver tekur upp eftirnafn forseta okkar – farsæls forseta á Bessastöðum. Þannig að ég get gagnrýnt það.“

Í viðtalinu segir Guðrún

...