Rúlletta – Rúlluterta nefnist sýning sem opnuð verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, laugardag, kl. 14. Þar sýna Alda Ægisdóttir, Axel Frans Gústavsson, Bjartur Elí Ragnarsson, Elín Elísabet Einarsdóttir, Gabriel Backman Waltersson, Hekla…
Stjóri Hrafnhildur Helgadóttir.
Stjóri Hrafnhildur Helgadóttir. — Morgunblaðið/Valli

Rúlletta – Rúlluterta nefnist sýning sem opnuð verður í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morgun, laugardag, kl. 14. Þar sýna Alda Ægisdóttir, Axel Frans Gústavsson, Bjartur Elí Ragnarsson, Elín Elísabet Einarsdóttir, Gabriel Backman Waltersson, Hekla Kollmar, Íris Eva Magnúsdóttir, Ísabella Lilja Rebbeck, Ívar Ölmu Hlynsson, Kata ­Jóhannesdóttir, Katla Björk Gunnarsdóttir, Quinten Vermeulen, Ráðhildur Ólafsdóttir, Saga Líf ­Sigþórsdóttir, Tómas van Oosterhout, Úlfur Logason og Ævar Uggason, en öll eiga þau það sameiginlegt að vera nýútskrifað listafólk. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Helgadóttir.

„Hún sér um vinnustofu og skjalasafn listamannsins Hreins Friðfinnssonar heitins. Hrafnhildur er tilraunalistamaður sem neitar hugmyndafræðinni á bak við sýningarstjórnun en einblínir þess í stað á „kerfi sýningarstjórnunar sem aðferðafræði“. Hún er fædd í Reykjavík og hefur búið í Amsterdam síðan 2007, þar sem hún útskrifaðist frá

...