Stríðsfórnarlömb nefnist sýning sem Hallgrímur Helgason opnar í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun kl. 14. „Undanfarið höfum við lifað með nýrri viðbót við hversdaginn: Dagleg stríðsmorð í okkar álfu
Þjóðarleiðtogar Á sýningunni má sjá portrett af m.a. Pútín og Biden.
Þjóðarleiðtogar Á sýningunni má sjá portrett af m.a. Pútín og Biden.

Stríðsfórnarlömb nefnist sýning sem Hallgrímur Helgason opnar í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, á morgun kl. 14. „Undanfarið höfum við lifað með nýrri viðbót við hversdaginn: Dagleg stríðsmorð í okkar álfu. Innrás Rússa í Úkraínu skók okkur flest og fyllti okkur reiði gagnvart ráðamönnum þeirra. Um leið var hún líka reiðin út í okkar eigið ráðaleysi.

Þegar síðan einn lengsti og versti kaflinn í langvinnu þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum hófst í október 2023, eftir sjaldgæft en blóðugt andsvar þeirra síðarnefndu, bættust við hin daglegu barnamorð sem við höfum nú þolað á skjám okkar í heila níu mánuði. Með sýningunni Stríðsfórnarlömb vill listamaðurinn beina athyglinni frá barnamorðunum sem fylla síma okkar allan sólarhringinn að fólkinu sem ber ábyrgð á þeim og fólkinu sem gæti mögulega stöðvað þau. Athafnaleysi er afstaða,“

...