Valur og Stjarnan eru úr leik í Sambandsdeild karla í fótbolta en Valsmenn töpuðu 4:1 fyrir St. Mirrren í Skotlandi og Stjarnan steinlá gegn Paide í Eistlandi, 4:0, í seinni leikjum annarrar umferðar undankeppninnar í gærkvöld
Skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson sækir að marki St. Mirren í fyrri leiknum. Hann skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöld.
Skoraði Tryggvi Hrafn Haraldsson sækir að marki St. Mirren í fyrri leiknum. Hann skoraði úr vítaspyrnu í gærkvöld. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Evrópa

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Valur og Stjarnan eru úr leik í Sambandsdeild karla í fótbolta en Valsmenn töpuðu 4:1 fyrir St. Mirrren í Skotlandi og Stjarnan steinlá gegn Paide í Eistlandi, 4:0, í seinni leikjum annarrar umferðar undankeppninnar í gærkvöld.

Valsmenn áttu á brattann að sækja gegn St. Mirren allan tímann en áttu þó sína möguleika. Strax eftir að Shaun Rooney kom Skotunum yfir á 16. mínútu, 1:0, komst Tryggvi Hrafn Haraldsson í dauðafæri, einn gegn Ellery Balcombe markverði, sem varði glæsilega frá honum.

Í seinni hálfleik skoruðu Toyosi Olusanya og Mark O’Hara fyrir St. Mirren á 51. og 65. mínútu en markið hjá Olusanya hefði aldrei átt að standa vegna augljósrar

...