Þórir Hergeirsson varð í gærkvöld fyrstur af íslensku handknattleiksþjálfurunum þremur á Ólympíuleikunum í París til að komast með liði sínu í átta liða úrslitin. Norska kvennalandsliðið, undir stjórn Þóris, vann Slóveníu mjög örugglega, 29:22, og…

Þórir Hergeirsson varð í gærkvöld fyrstur af íslensku handknattleiksþjálfurunum þremur á Ólympíuleikunum í París til að komast með liði sínu í átta liða úrslitin. Norska kvennalandsliðið, undir stjórn Þóris, vann Slóveníu mjög örugglega, 29:22, og hefur því unnið þrjá leiki í röð og hrist af sér óvænt tap gegn Svíum í fyrstu umferðinni. Ein umferð er eftir í riðlakeppninni og eftir hana skýrist hverjir mótherjarnir verða í útsláttarkeppninni.