Óvarleg varnaðarorð má ekki þagga

Ásakanir ganga á víxl innan embættis ríkissaksóknara, en Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum.

Tilefnið er kæra á hendur honum frá samtökunum Solaris (sem sjálf sæta lögreglurannsókn) vegna ummæla um innflytjendur frá framandi löndum, sem margir virtu ekki annan rétt en hnefarétt.

Skoða þarf þau ummæli í ljósi þess að Helgi Magnús og fjölskylda hans hafa mátt þola ofsóknir Mohamads Kourani um árabil, en þau féllu eftir að Kourani hlaut átta ára fangelsisdóm.

Sigríður ríkissaksóknari telur það einu gilda; að með þeim orðum hafi hann varpað rýrð á embættið. Hún hafi áður áminnt hann fyrir svipaðar „sakir“, en hann ekki „bætt ráð sitt“ síðan,

...