Hinsegin dagar hefjast brátt í Reykjavík, verða settir 6. ágúst í Hinsegin félagsmiðstöðinni við Barónsstíg. Verður þá um leið minnst þess merkisviðburðar í sögunni þegar samkynhneigðir héldu í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní árið…
Mannréttindi Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Hér má sjá gesti og gleðigöngufólk í miðbænum árið 2008.
Mannréttindi Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Hér má sjá gesti og gleðigöngufólk í miðbænum árið 2008. — Morgunblaðið/Júlíus

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Hinsegin dagar hefjast brátt í Reykjavík, verða settir 6. ágúst í Hinsegin félagsmiðstöðinni við Barónsstíg. Verður þá um leið minnst þess merkisviðburðar í sögunni þegar samkynhneigðir héldu í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní árið 1993 og aftur ári seinna, í því skyni að vekja athygli á sjálfsögðum mannréttindum sínum.

Árið 1999 var svo haldin útihátíð á Ingólfstorgi sem um 1.500 manns sóttu til stuðnings hinsegin fólki og árið 2000 fór fyrsta Gleðigangan fram í Reykjavík. Hafa Hinsegin dagar verið haldnir upp frá því og eru nú ein mikilvægasta hátíð borgarinnar, hátíð menningar, mannréttinda og margbreytileika, eins og segir á vef þeirra, hinsegindagar.is.

Helga Haraldsdóttir,

...