Háskólabíó Undir ★★★½· Höfundur og leikstjóri: Adolf Smári Unnarsson. Tónlist: Ronja Jóhannsdóttir. Ljós og tæknilegar útfærslur: Magnús Thorlacius. Leikendur: Berglind Halla Elíasdóttir, Björk Guðmundsdóttir, Fjölnir Gíslason, Jökull Smári Jakobsson, Vigdís Halla Birgisdóttir. Afturámóti frumsýndi í Háskólabíói fimmtudaginn 18. júlí 2024.
Afstaða „Leikhópurinn dregur upp ansi skýrar og skemmtilegar myndir af þessum týpum og vandræðagangi þeirra.“
Afstaða „Leikhópurinn dregur upp ansi skýrar og skemmtilegar myndir af þessum týpum og vandræðagangi þeirra.“ — Ljósmynd/María Björt Ármannsdóttir

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Mín tilfinning er að siðferðileg klípusöguleikrit hafa dottið allnokkuð úr tísku síðan Arthur Miller skrifaði Gjaldið og Magnus Dahlström Logskerann. Við erum orðin svo kaldhæðin, leikhúsið orðið svo póstdramatískt og uppteknara af sjálfsmynd og sálarástandi en leiðum til að lifa saman og deila siðferðisgildum, eða deila um þau.

Nýjasta leikrit Adolfs Smára Unnarssonar er engu að síður partur af þessari gömlu hefð, þar sem leiksviðinu er beitt eins og nokkurs konar tilraunastofu og skýrri siðferðisklemmu komið fyrir á vegi nokkurra persóna með ólíkan bakgrunn, aðstæður, erindi og gildi.

Við erum stödd á brautarpalli á neðanjarðarlestarstöð. Eða réttara sagt:

...