Paul Whelan
Paul Whelan — AFP/Natalia Kolesnikova

Bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich og bresk-bandaríski fyrrum hermaðurinn Paul Whelan voru meðal 24 fanga sem sleppt var úr haldi í fangaskiptum Rússa og nokkurra vestrænna ríkja í gær.

Tyrkneska leyniþjónustan hafði milligöngu um fangaskiptin. Í yfirlýsingu frá forsetaskrifstofu Tyrklands kom fram, að um væri að ræða 16 manns sem sátu í rússneskum fangelsum og tíu Rússa, þar á meðal tvö ungmenni sem þeim tengdust. Fangaskiptin fóru fram í Tyrklandi og voru fangarnir fluttir þangað með sjö flugvélum frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Slóveníu, Noregi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi.

Stjórnendur Wall Street Journal fögnuðu lausn Gershkovich í gær og sögðu hana mikinn létti. Það sama gerði Joe Biden Bandaríkjaforseti en litið er á fangaskiptin sem sigur fyrir hann.

Gershkovich, sem er 32 ára

...