Andrew Bailey
Andrew Bailey

Englandsbanki lækkaði stýrivexti í gær úr 5,25% í 5,0%. Stýrivextirnir voru þeir hæstu sem höfðu verið í Bretlandi í 16 ár en vaxtalækkunin er sú fyrsta síðan í mars 2020 þegar heimsfaraldur covid-19 braust út.

Andrew Bailey seðlabankastjóri sagði í yfirlýsingu með ákvörðuninni að peningastefnunefndin myndi stíga hægt til jarðar og ganga úr skugga um að verðbólga héldist lág áður en vextir yrðu lækkaðir frekar.

Peningastefnunefndin var klofin í afstöðu sinni en fimm af níu nefndarmönnum vildu lækka vexti en fjórir vildu halda þeim óbreyttum. Vextirnir höfðu verið óbreyttir í næstum heilt ár. Verðbólgan í Bretlandi mældist í maí í fyrsta skiptið í þrjú ár innan markmiðs Bretlands, eða um 2%, og hélst hún óbreytt í júní. Verðbólgan hafði ekki mælst hærri í 41 ár þegar hún mældist 11,1% í október árið

...