Þúsundir syrgjenda fóru út á götur Teheran, höfuðborgar Írans, í gær til að votta Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas-samtakanna, virðingu sína, en hann var felldur á þriðjudagsnótt í loftárás Ísraelshers á borgina
Teheran Khamenei æðstiklerkur leiddi bænastund yfir kistum hinna föllnu.
Teheran Khamenei æðstiklerkur leiddi bænastund yfir kistum hinna föllnu. — AFP/Forsetaembætti Írans

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Þúsundir syrgjenda fóru út á götur Teheran, höfuðborgar Írans, í gær til að votta Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas-samtakanna, virðingu sína, en hann var felldur á þriðjudagsnótt í loftárás Ísraelshers á borgina.

Æðstiklerkur Írans, Ali Khamenei, leiddi bænastund við kistur Haniyehs og lífvarðar hans, sem einnig féll í árásinni, en Khamenei hefur hótað því að gripið verði til hefnda gegn Ísrael fyrir árásina. Voru kisturnar tvær settar upp á bílpall og ekið með þær í gegnum miðborg Teheran, þar sem mikill mannfjöldi fylgdi þeim og sýndi sorg sína í verki með því að halda á palestínska fánanum eða skiltum með myndum af Haniyeh.

Mohammad Bagher Ghalibaf, forseti íranska þingsins, flutti ávarp við útförina þar sem hann sagði það heilaga

...