Árný Oddbjörg Oddsdóttir fæddist 6. janúar 1928 á Heiði, Rangárvöllum. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu 13. júlí 2024.

Foreldrar Árnýjar voru Oddur Oddsson, bóndi á Heiði, f. 28.12. 1894, d. 6.4. 1972, og kona hans Vilborg Helga Þorsteinsdóttir, húsfreyja á Heiði, f. 23.8. 1890, d. 15.4. 1988. Árný ólst upp á Heiði ásamt systkinum sínum en þau voru alls fimm og Árný sú fjórða í röðinni. Systkinin voru Þorsteinn, f. 23.10. 1920, d. 19.12. 2008, Guðbjörg, f. 23.12. 1921, d. 20.3. 2008, Ingigerður, f. 28.3. 1923, d. 31.1. 2010, og Hjalti sem lifir systkini sín, f. 18.10. 1934. Uppeldisbróðir Árnýjar var Grétar Einarsson, f. 25.7. 1945, d. 7.5. 2023.

Þann 17. nóvember 1961 gekk Árný að eiga Árna Arason frá Grýtubakka í Grýtubakkahreppi, f. 6.9. 1923, d. 17.7. 1999. Foreldrar Árna voru þau Ari Bjarnason bóndi, Grýtubakka, f. 24.8. 1893,

...