Hvalkjöt Gestir á veitingahúsi í Sinonoseki í Japan snæða hvalkjöt.
Hvalkjöt Gestir á veitingahúsi í Sinonoseki í Japan snæða hvalkjöt. — AFP/Yuichi Yamazaki

Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að færa út kvíarnar í hvalveiðum og heimilað að veiddar verði allt að 59 langreyðar á þessu ári í japönsku efnahagslögsögunni.

Til þessa hafa japönsk hvalveiðiskip veitt hrefnu, sandreyði og skorureyði. Hvalur hf. hefur selt kjöt af langreyðum veiddum hér við land til Japans.

AFP-fréttastofan hefur eftir embættismanni í japanska sjávarútvegsráðuneytinu að það sé mat þarlendra sérfræðinga að þessar veiðar á langreyði muni ekki hafa áhrif á stofn þeirra. Áströlsk stjórnvöld gagnrýndu þessi áform Japana harðlega í gær.

Japanar hafa stundað hvalveiðar öldum saman. Eftir að Alþjóðahvalveiðiráðið samþykkti veiðibann héldu Japanar áfram að veiða hvali í vísindaskyni í Suðurhöfum og í Norður-Kyrrahafi. En árið 2019 gengu Japanar úr hvalveiðiráðinu og

...