Kjartan Magnússon
Kjartan Magnússon

„Það er bæði ótrúlegt og óviðunandi að ráðast þurfi í gagngerar viðgerðir á byggingu sem endurgerð var fyrir fyrir hátt í tvo milljarða króna fyrir tveimur árum,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um lokun leikskólans Brákarborgar.

Braggamálið sýndi fram á veikleika í kerfinu

Hann segir að kostnaður við viðgerðirnar muni nema tugum milljóna króna og þetta mál rifji upp endurtekið klúður og fjáraustur í framkvæmdum á vegum borgarinnar.

„Braggamálið sýndi á sínum tíma fram á mikla veikleika í kerfinu og algeran skort á eðlilegu kostnaðaraðhaldi. Sú spurning vaknar hvort menn hafi ekkert lært af því slæma máli. Það þarf að rannsaka hvað fór úrskeiðis við hönnun og framkvæmdir við bygginguna, draga þarf lærdóm af þeirri rannsókn og tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.“

Vantar kröfur um hagkvæmni

Kjartan segir að áður fyrr hafi Reykjavíkurborg lagt mikla áherslu á hagkvæmni í byggingarmálum.

...