Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands í gær. Hún er sjöundi forseti lýðveldisins og önnur konan til að gegna embættinu. Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni sem Agnes M
Söguleg stund Halla Tómasdóttir, nýr forseti, og eiginmaður hennar Björn Skúlason fóru fram á svalir Alþingis og minntust fósturjarðarinnar í gær. Halla er 55 ára gömul. Hún er sjöundi forseti lýðveldisins og önnur konan til að gegna embættinu. Fyrst kvenna var Vigdís Finnbogadóttir en hún átti ekki maka á meðan hún var í embætti og er Björn því fyrsti forsetaherrann.
Söguleg stund Halla Tómasdóttir, nýr forseti, og eiginmaður hennar Björn Skúlason fóru fram á svalir Alþingis og minntust fósturjarðarinnar í gær. Halla er 55 ára gömul. Hún er sjöundi forseti lýðveldisins og önnur konan til að gegna embættinu. Fyrst kvenna var Vigdís Finnbogadóttir en hún átti ekki maka á meðan hún var í embætti og er Björn því fyrsti forsetaherrann. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Inga Þóra Pálsdóttir

ingathora@mbl.is

Halla Tómasdóttir tók við embætti forseta Íslands í gær. Hún er sjöundi forseti lýðveldisins og önnur konan til að gegna embættinu.

Innsetningarathöfnin hófst með helgistund í Dómkirkjunni sem Agnes M. Sigurðardóttir biskup og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, leiddu. Frá kirkjunni var gengið í Alþingishúsið. Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, lýsti kjöri Höllu. Eftir það ritaði Halla undir drengskaparheit og setti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hana inn í embætti forseta. Að því

...