Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Íslendingar hafa um árabil búið við upploginn „verðstöðugleika“ fjórflokksins. Þrír þeirra eru í ríkisstjórn núna og hugsanlega mun sá fjórði leiða næstu ríkisstjórn og sennilega kippa einum eða tveimur hinna með sér í hana.

Þessir flokkar vinna vel saman enda stendur enginn þeirra fyrir raunverulegum breytingum og enginn þeirra mun setja hag fólksins framar hag fjárfesta eða fjármálakerfisins.

Hér er allt í rúst eftir þessa flokka. Alveg sama hvert er litið, kerfin okkar eru að falla hvert af öðru, hvort sem um er að ræða skólakerfið, heilbrigðiskerfið, almannatryggingakerfið, vegakerfið eða nokkuð annað. Sama hvert litið er, það er ekkert að virka sem skyldi, nema náttúrulega fjármálakerfið.

Það blómstrar sem aldrei fyrr og fjárfestar, þeir sem hafa peninga á milli handanna, nýta sér möguleikana, sem

...

Höfundur: Ásthildur Lóa Þórsdóttir