Víkingar mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta tvo næstu fimmtudaga. Í Víkinni 8. ágúst og í Tallinn 15. ágúst. Þeir unnu glæsilegan útisigur á albönsku meisturunum Egnatia, 2:0, í Shkoder í…
Skoraði Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2:0 í Shkoder í gærkvöld og það reyndist ráða úrslitum í einvíginu gegn albönsku meisturunum.
Skoraði Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2:0 í Shkoder í gærkvöld og það reyndist ráða úrslitum í einvíginu gegn albönsku meisturunum. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Víkingur

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar mæta Flora Tallinn frá Eistlandi í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta tvo næstu fimmtudaga. Í Víkinni 8. ágúst og í Tallinn 15. ágúst.

Þeir unnu glæsilegan útisigur á albönsku meisturunum Egnatia, 2:0, í Shkoder í Albaníu í gærkvöld, og fylgdu þar með fordæmi Valsmanna sem slógu Vllaznia út á sama velli í fyrstu umferðinni.

Víkingar voru í erfiðri stöðu eftir tap í fyrri leiknum í Fossvoginum, 1:0. Þeir réðu hins vegar ferðinni í Shkoder framan af leik og komust yfir á 28. mínútu þegar Gísli Gottskálk Þórðarson skaut að marki og boltinn breytti stefnu af tveimur varnarmönnum á leið sinni í netið.

Þar með var

...