Þá er forsetatíð Guðna Th. Jóhannessonar lokið. Hann var sjálfum sér líkur, eins og Bjarni Jónsson bendir á, þegar hann hélt síðustu veisluna með fólkinu sem unnið hefur baki brotnu við að bjarga málum í Grindavík, m.a. við varnargarðana. Bjarni kastar fram:

Til Bessastaða bauð til sín

bljúgur Guðni öllum.

Lokaveislan látlaus fín

með ljúfum gröfuköllum.

Gunnar J. Straumland er á dróttkvæðum nótum í þakkarbrag til forsetans:

Forseti æ farsæll

fræðamaður glæðir

orðin visku arði

ómi þjóðarsóma.

Glettnina í glittir

gæðahöldur ræðir

gildi auðnugaldurs

gleði lífsins

...