Mennta- og barnamálaráðherra segir gífurlega fjölgun tilkynninga um áhættuhegðun til barnaverndar ekki koma sér á óvart. Hann leggur áherslu á að vinna þvert á kerfi og segir vinnu sem snýr að símanotkun barna í gangi í ráðuneytinu
— Morgunblaðið/Eggert

Elínborg Una Einarsdóttir

elinborg@mbl.is

Mennta- og barnamálaráðherra segir gífurlega fjölgun tilkynninga um áhættuhegðun til barnaverndar ekki koma sér á óvart. Hann leggur áherslu á að vinna þvert á kerfi og segir vinnu sem snýr að símanotkun barna í gangi í ráðuneytinu.

Í síðustu viku var fjallað um þær blikur sem eru á lofti í geðheilsumálum barna í Morgunblaðinu og á mbl.is.

Tilkynningum til barnverndar um áhættuhegðun hefur fjölgað um 31,8% það sem af er ári og tilkynningum um vímuefnaneyslu barna um 118,9%.

Þá hafa tilvísanir til Geðheilsumiðstöðvar barna meira en tvöfaldast á örfáum árum.

Kemur ekki á óvart

Spurður hvort þessar tölur hafi komið

...