„Það eru leikir sem sitja eftir í manni eins og jafnteflið á móti Tindastóli og leikirnir við Víking og FH,“ sagði Hulda Ósk Jónsdóttir leikmaður Þórs/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta sem var besti leikmaður deildarinnar í júní samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins
Reynsla Þingeyingurinn Hulda Ósk Jónsdóttir er næstleikjahæst af núverandi leikmönnum Þórs/KA
Reynsla Þingeyingurinn Hulda Ósk Jónsdóttir er næstleikjahæst af núverandi leikmönnum Þórs/KA — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Best í júlí

Ásta Hind Ómarsdóttir

astahind@mbl.is

„Það eru leikir sem sitja eftir í manni eins og jafnteflið á móti Tindastóli og leikirnir við Víking og FH,“ sagði Hulda Ósk Jónsdóttir leikmaður Þórs/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta sem var besti leikmaður deildarinnar í júní samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

„Þetta eru leikir sem við eigum að vinna og við værum miklu nær Breiðabliki og Val ef við hefðum tekið þá leiki svo þetta er pirrandi en annars erum við á ágætisstað miðað við allt,“ sagði Hulda en Þór/KA er í þriðja sæti, ellefu stigum á eftir Breiðabliki sem er í öðru sæti en fimm stigum á undan Víkingum sem eru í fjórða sæti.

Eins og svart og hvítt

Hulda átti góðan

...