Arinbjörn Rögnvaldsson

arir@mbl.is

Ferðaþjónustufyrirtæki sem bjóða ferðamönnum dags- og hópaferðir segjast finna fyrir minni vexti í sumar og undanfarin ár. Það er í samræmi við tóninn í öðrum ferðaþjónustuaðilum sem Morgunblaðið hefur rætt við að undanförnu, en í gær fjallaði blaðið meðal annars um minnkandi umsvif hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum.

Hjörvar Sæberg Högnason, framkvæmdarstjóri hópbílafyrirtækisins Grey Line, segir í samtali við blaðið að minna hafi verið að gera í sumar.

„Ég get tekið undir það sem ýmsir kollegar mínir í ferðaþjónustunni hafa verið að tala um í sumar, að við höfum ekki farið varhluta af því að það hefur verið minna að gera en vonir stóðu til,“ segir hann. Spurður nánar um það segir Hjörvar að það hafi verið eitthvað

...