Tónlistarhátíðin Seigla, sem haldin er af Íslenska Schumannfélaginu, fer fram í Hörpu um næstu helgi, dagana 9.-11. ágúst. Á hátíðinni er lögð áhersla á klassíska söng- og kammertónlist og er hið hefðbundna tónleikaform auk þess brotið upp á margvíslega vegu
Heimili tónlistarinnar „Harpa er mikilvægur vettvangur. Þetta er tónlistarhúsið okkar allra,“ segir Erna Vala.
Heimili tónlistarinnar „Harpa er mikilvægur vettvangur. Þetta er tónlistarhúsið okkar allra,“ segir Erna Vala. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Viðtal

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Tónlistarhátíðin Seigla, sem haldin er af Íslenska Schumannfélaginu, fer fram í Hörpu um næstu helgi, dagana 9.-11. ágúst. Á hátíðinni er lögð áhersla á klassíska söng- og kammertónlist og er hið hefðbundna tónleikaform auk þess brotið upp á margvíslega vegu. Morgunblaðið ræddi við píanóleikarann Ernu Völu sem er bæði stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar.

Hátíðin var stofnuð árið 2021, í miðjum kórónuveirufaraldrinum, og hefur verið haldin árlega síðan þá. „Það var ekki mikið í gangi á þeim tíma sem við héldum hátíðina fyrst, enda samkomutakmarkanir í gildi. Þetta var því ekki endilega besti tíminn til þess að stofna heila hátíð, en það var samt vel tekið í þetta,“ segir Erna Vala spurð út í

...