Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Það kemur stundum ána í,

eftirréttur, líkur graut,

felur í sér banvænt blý,

og býsna margir keppa í því.

Magnús Halldórsson á þessa lausn:

Hlaupin koma árnar í,

ýmsu hleypt í kekki.

Skýst úr hlaupi skaðlegt blý,

skokk sem hlaup ég þekki.

Lausnarorðið er hlaup segir Úlfar Guðmundsson.

Streymir hlaup er bresta bönd.

Bætir hlaupið veisluföng.

Geymir hlaupið voða vönd.

Vinsæl hlaupin stutt og löng.

Þessi er mín lausn segir Harpa

...