Þórður Snær Júlíusson
Þórður Snær Júlíusson

Tímaritið Heimildin varð til í árslok 2022 þegar Stundin og vefmiðillinn Kjarninn sameinuðust. Skömmu síðar var Fréttablaðið lagt niður, sem jók svigrúm í sölu bæði auglýsinga og áskrifta. Útgáfutíðni var aukin, sókn boðuð á netinu og fjölgað í starfsliði.

Hins vegar virðist sem vöxturinn hafi látið á sér standa, útbreiðsla blaðsins hefur ekki aukist og lesturinn á netinu dregist mikið saman. Sem varla er von, því þar birtast nú að jafnaði aðeins 3-4 nýjar greinar á dag.

Tíðindum þótti því sæta þegar Þórður Snær Júlíusson, annar ritstjóranna (upphaflega af Kjarnanum), greindi frá því á Facebook liðinn miðvikudag að hann hefði sagt upp og léti af störfum þann dag án þess að vita hvað við tæki, þótt ýmsa gruni að hann vilji í framboð fyrir Samfylkinguna.

...