„Það skiptir mig miklu máli að sýna verk mín á opnum svæðum og í opinberu rými; bæði á varanlegum stöðum en einnig á tímabundnum sýningum sem hafa orðið stór hluti af mínum ferli. Þar er oft varpað sterku ljósi á verkin bæði hérlendis og…
Kúnst Það hefur verið mín gæfa að gera það sem ég vildi í myndlist, segir listakonan mikilvirka hér í viðtalinu.
Kúnst Það hefur verið mín gæfa að gera það sem ég vildi í myndlist, segir listakonan mikilvirka hér í viðtalinu. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

„Það skiptir mig miklu máli að sýna verk mín á opnum svæðum og í opinberu rými; bæði á varanlegum stöðum en einnig á tímabundnum sýningum sem hafa orðið stór hluti af mínum ferli. Þar er oft varpað sterku ljósi á verkin bæði hérlendis og erlendis,“ segir Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari.

„Það fara ekki allir á gallerí og söfn. Því er stórkostlegt að sjá viðbrögð fólks sem næstum dettur um listaverk í almannarými. Listin og lífið verður eitt. Ég vil helst að fólk sjái verkin og að þau hafi áhrif á fólk, að þau séu eins konar gjöf í amstri dagsins,“ segir Steinunn.

Andstæðar fígúrur

Höggmyndir Steinunnar Þórarinsdóttur eru auðþekktar af handbragði hennar og stíl. Þær

...